á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Bara svona til að hafa skrifað eitthvað í október...... Hið langþráða haustfrí kom og fór, hvað við gerðum er hægt að lesa á blogginu hans Gústa. Ég var samt mest hissa að við náðum að koma fjölskyldunni á Íslandi á óvart. Eins og vanalega í svona stuttum heimsóknum náði maður enganveginn að heimsækja alla, það verður bara næst (eftir áramót). Núna er skólinn kominn á fullt og í staðinn fyrir að tala um haustfrí er farið að tala um prófin í janúar og hvaða fög verða svo á vorönninni. Haustið lét líka sjá sig núna í Október, það var samt aðalega um síðustu helgi og byrjun þessarar viku. Það var líka kominn tími til. Núna liggja marglituð laufblöð út um allar götur. Þetta er alltaf jafnfallegt þessir haustlitir. Í dag fórum við aðeins í Tarup center og þar sem við vorum að skoða kjötborðið í Lövbjerg ákváðum við að kaupa eins og eitt stykki grasker og skera út í. Þannig að núna er norn á grillinu okkar! Gústi skar út. Það var nefnilega hægt að kaupa svona graskeraverkfæri í Lövbjerg. Aldrei að vita nema að maður setji inn mynd af norninni á myndasíðuna okkar. Þar er líka nokkrar myndir úr haustfríinu. Jæja ég læt þetta nægja í bili. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|